{http://visir.is/klammyndaleikkona-segir-thingmann-ljuga/article/2011110619319}∞{url} Bandarískur þingmaður sem viðurkennt hefur að hafa sent myndir af sér fáklæddum til nokkurra kvenna á ekki sjö dagana sæla - því {klámyndaleikkona}${cmp,suff,0-1|klámmyndaleikkona} hefur nú stigið fram og blandað sér í málið. {Anthony Weiner}∞{eng}, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur sent það sem bandarískir fjölmiðlar kalla frygðarfullar myndir af sér fáklæddum til annarra kvenna en eiginkonu sinnar. Áður hafði þingmaðurinn logið því til að einhver hefði hakkað sig inn á {Twitter}∞{eng} síðu hans og sent myndirnar að sér forspurðum. {Nancy Pelosi}∞{eng}, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur þrýst á {Weiner}∞{eng} að segja af sér þingmennsku og þá hefur {Barack Obama}∞{eng}, Bandaríkjaforseti, sagt að hann væri búinn að segja af sér væri hann í sporum þingmannsins. Og enn aukast {vændræði}${vow,stem,æ-a|vandræði} {Weiners}∞{eng} því nú hefur klámmyndaleikkona að nafni {Ginger Lee}∞{eng} stigið fram og sagt að {Weiner}∞{eng} hafi beðið sig um að ljúga til um samskipti þeirra en þau skiptust á hátt í hundrað skilaboðum á netinu. Klámmyndaleikkonan vill að þingmaðurinn segi af sér þar sem hann hefur ítrekað logið eftir að málið varð opinbert.  Þingmaðurinn hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar klámmyndaleikkonunnar en nú er talið enn líklegra en áður að hann muni segja af sér þingmennsku.