{http://visir.is/annad-upplag-af-fimmtiu-graum-skuggum-prentad/article/2012120919672}∞{url} Landsmenn virðast afar ginnkeyptir fyrir skáldsögum með erótísku ívafi um þessar mundir. Fimmtíu gráir skuggar, íslenska þýðingin á bókinni sem hefur tröllriðið Bandaríkjunum að {undanföru}${typo,stem,0-1|undanförnu}, trónir efst á bóksölulista eftir aðeins eina viku í sölu. Forlagið hefur þegar pantað endurprentun. Sölulisti yfir alla bóksölu í landinu birtist í gær. Listinn tekur til tveggja vikna, 26. ágúst - 8. september. Þar er bókin Fimmtíu gráir skuggar í efsta sæti, en bókin kom út í íslenskri þýðingu á þriðjudaginn síðasta, 4. september. Hún var því aðeins í sölu 5 daga af fyrrgreindu tímabili. Því blasir við að hún hefur hreinlega runnið út. Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra hjá Forlaginu, segir að salan hafi verið með eindæmum og fyrsta upplag sem telur 5000 bækur sé langt komið. „Bókin er að verða uppseld á lager svo að við erum búin að panta endurprentun," segir hún. Næsta upplag verður 7.500 bækur og verður tilbúið eftir um 10 daga. Fimmtíu gráir skuggar er ekki eina erótíska skáldsagan sem kemst ofarlega á {listan}${con,suff,n-nn|listann}. Fantasíur, samsafn kynlífsdraumóra kvenna, sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur, er í þriðja sæti listans núna, en bókin hefur verið í sölu í tæpan mánuð. Fantasíurnar eru þegar komnar í 20. sætið yfir mest seldu bækur alls ársins sem verður að teljast umtalsverður árangur. Umræddar sölutölur benda eindregið til þess að Íslendingar viti fátt lesefni skemmtilegra en það sem lýtur að erótík og kynlífi.