{http://visir.is/djupid-faer-glimrandi-doma-/article/2012120919678}∞{url} Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks fær afbragðs dóma í erlendum fjölmiðlum. Baltasar er meðal annars sagður ná fram áhrifamiklum og raunhæfum senum úti á sjó sem minna á bestu verk leikstjóranna {James Cameron}∞{eng} og {Wolfgang Petersen}∞{eng}. Djúpið var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í {Toronto}∞{eng} síðastliðið föstudagskvöld og fékk hún strax góð viðbrögð en eins og fréttastofa greindi frá á laugardag höfðu Bandaríkjamenn strax sýnt áhuga á að endurgera myndina. Handrit {kvimyndarinnar}${typo,stem,0-1|kvikmyndarinnar} byggir á atburði sem varð árið 1984 en þá sökk skipið Hellisey austur af Heimaey. Fjórir af fimm skipverjum drukknuðu en einum þeirra, {Guðlaugur Friðþórsson}£{Guðlaugi Friðþórssyni}, tókst að synda sex kílómetra og ná til lands. Sagan er átakamikil og segir í dómi {Hollywood Reporter}∞{eng} að senur í fyrrihluta myndarinnar sem gerast úti á sjó séu mjög áhrifamiklar og raunhæfar og minni á bestu verk {James Cameron}∞{eng}, leikstjóra {Titanic}∞{eng} og {Avatar}∞{eng} og {Wolfgang Petersen}∞{eng}, sem meðal annars leikstýrði {the Perfect Storm}∞{eng} og {Das Boot}∞{tys}. Gagnrýnandi {Hollywood Reporter}∞{eng} telur hins vegar myndina missa kraft í seinni hlutanum þar sem Guðlaugur eða Gulli, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, er kominn í land og þarf að takast á við afleiðingar þess að vera á lífi. Þá segir í dómnum að mynd- og hljóðvinnslu myndarinnar sé framúrskarandi og styðji vel við stórbrotna {atburðarrásina}¢{cmp,suff,gensg-genpl|atburðarásina}. {New York Times}∞{eng} segir í umfjöllun sinni um kvikmyndahátíðina í {Toronto}∞{eng} að tugir mynda á hátíðinni séu {byggðar}£{byggðir} á raunverulegum atburðum og er þar sérstaklega minnst á sögu Guðlaugs og talað um að ískaldur sjórinn, hvassir steinarnir og óendanlegt svartnætti vofi yfir manninum í sögu um tilveru hans og tómleika. Þá er myndin lofuð í hástert á heimasíðu {Screen Daily}∞{eng} en þar segir meðal annars að glæsilegt sjónarspil og draugaleg hljóð miskunnarlausrar náttúrunnar ásamt hrífandi söguþræði ætti að lokka til sín marga áhorfendur.