{http://visir.is/suu-kyi-til-bandarikjanna/article/2012120919104}∞{url} Friðarverðlaunahafinn og stjórnarandstöðuleiðtoginn frá Búrma, {Aung San Suu Kyi}∞{bur}, lagði í dag af stað í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna síðan hún var vistuð í stofufangelsi árið 1990. Í Bandaríkjunum mun hún taka við æðstu heiðursverðlaunum sem Bandaríkjaþingið getur veitt. {Suu Kyi}∞{bur} mun ferðast í 18 daga um Bandaríkin og funda með ýmsum stjórnarmönnum landsins. Ferðina ber upp á sama tíma og ríkisstjórn {Obama}∞{eng} veltir fyrir sér að afnema innflutningsbann af vörum frá {Myanmar/Búrma}${typo,stem,y-j|Mjanmar/Búrma}, en töluverðar umbætur hafa átt sér stað í landinu að undanförnu. {Suu Kyi}∞{bur} er talskona friðar og mannréttinda og nánast tilbeðin í heimalandi sínu. Henni var sleppt úr stofufangelsi árið 2010 eftir að hafa setið þar tuttugu ár. Frá árinu 1989 hefur hún verið í ferðabanni og ekkert farið út fyrir Búrma. Í sumar fór hún í fyrstu ferðalögin út fyrir Búrma í áratugi og tók meðal annars við friðarverðlaunum Nóbels sem hún hlaut árið 1991.