{http://visir.is/skuldin-snerist-um-hluta-af-lottovinningi/article/2012120919106}∞{url} Maður sem vann tíu milljónir í Víkingalottó lét þjónustufulltrúa sinn í Íslandsbanka í Grafarvogi hringja á lögregluna á meðan dæmdur ofbeldismaður beið eftir honum í bankanum. Sá taldi vinningshafann skulda sér pening. Elís Helgi Ævarsson og Steindór Hreinn Veigarson neituðu í morgun fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa svipt tvo bræður frelsi og reynt að ræna þá í september í fyrra. Þeir segjast ekki haft uppi neinar hótanir heldur hafi einungis verið að rukka pening, sem annar þeirra taldi sig eiga inni hjá öðrum bróðurnum. Vann bónusvinning ekki „þann stóra" Forsaga málsins er sú að í apríl í fyrra keypti maður um fimmtugt lottómiða í Kringlunni og sagði við félaga sinn sem var með í för að ef hann myndi vinna „þann stóra" þá myndi hann gefa honum eina milljón. Þegar dregið var svo í lottóinu þennan sama dag kom í ljós að hann vann bónusvinninginn, sem hljómaði upp á rúmlega 10 milljónir. Félaginn sem var með í för bar vitni fyrir dómara í morgun. Hann sagði að hann hefði spurt vinningshafann út í þessa eina milljón sem hann sagðist ætla að gefa honum, en fengið þau svör frá manninum að samkomulagið hefði aðeins gilt ef hann hefði fengið „þann stóra" ekki bónusvinninginn, eins og var raunin. Fyrir dómara sagðist vinningshafinn hafa fengið símtal frá manni sem héti Elís {og}¥{og að} hann {hafi}£{hefði} spurt hvort þeir gætu ekki {hisst}${infl|hist}. Hann sagðist ekki vita hvers vegna hann {hafi}£{hefði} viljað hitta hann en hann hafi engu að síður ákveðið að hitta hann. Þegar þeir {hittast}£{hittust} {segist}£{segir} vinningshafinn að Elís Helgi hafi sagt við hann að hann skuldaði pening vegna lottóvinningsins. „Ég þrætti fyrir það," sagði vinningshafinn fyrir dómara í morgun og útskýrði að samkomulagið hefði snúist um stóra vinninginn en ekki bónusvinninginn. Í þessu samtali þeirra segir maðurinn að hann hafi orðið smeykur. „Hann nær að gera mig smeykan svo ég samþykki að borga honum eina milljón." Hann hafi því hitt Elís Helga í banka og rétt honum eina milljón í umslagi. Elís Helgi sagði þó fyrir dómara að í umslaginu {hafi}£{hefðu} einungis verið 600 þúsund, það {hafi}£{hefðu} vantað rúmlega 400 þúsund upp á. Gerðu eins og þeir segja Ekkert gerist svo í málinu þar til í september, eða um hálfu ári síðar. Maðurinn segist svo hafa hitt á Elís í hádegismat þar sem honum sé tjáð að hann skuldi enn 250 þúsund, eða 25% af milljóninni + vexti, samtals um 500 þúsund krónur. Elís Helgi sagði þó fyrir dómara að um væri að ræða rúmlega 400 þúsund krónurnar sem vantaði frá því í apríl. Þann 5. september er vinningshafinn staddur á heimili sínu ásamt bróður sínum, sem gisti hjá honum í ákveðinn tíma þar sem hann bjó erlendis. Bræðurnir lýsa því þannig að bankað hafi verið á hurðina um miðjan dag. Þegar vinningshafinn hafi opnað hurðina hafi Elís ruðst inn í íbúðina og sagst vera að rukka 500 þúsund krónurnar. Steindór hafi verið með honum í för og segir vinningshafinn að Steindór hafi sagt við Elís Helga: „Göngum í þetta" og að hann hafi verið með vasahníf í hönd. Við þetta hafi bróðirinn orðið mjög hræddur og sagt við vinningshafann, bróður sinn, að hann ætti {bara}¥{bara að} borga þeim og gera eins og þeir segja. Þá hafi Elís Helgi og Steindór ákveðið að vinningshafinn færi með Elís Helga út í banka og að Steindór myndi vera eftir á heimilinu með bróðurnum. Bróðirinn geðlæknir þjálfaður í áhættumati Steindóri Hreini og bróðurnum ber ekki saman um hvað hafi átt sér stað á heimilinu. Steindór segir að það hafi aldrei verið í umræðunni að beita ofbeldi og neitaði að hafa svipt manninn frelsi sínu. Þá sagðist hann aldrei hafa hótað honum. Máli sínu til stuðnings sagði hann að bróðirinn hafi spurt sig hvort hann mætti klæða sig í sokka. Hann hafi svarað: „Já auðvitað, þú átt heima hérna." Hann neitaði að hafa hníf meðferðis en sagði að á leið sinni út úr íbúðinni {hafi}£{hefði} hann séð vasahníf í íbúðinni og spurt hvort hann mætti eiga hann. Bróðirinn er rúmlega fertugur læknir og er í sérfræðinámi erlendis í geðlækningum. Hann sagðist hafa séð að Steindór Hreinn væri undir áhrifum amfetamíns. „Ég er þjálfaður í áhættumati. Ég var í mikilli hættu," sagði hann. Hann sagði að Steindór Helgi {hefið}¢{meta,suff,ið-ði|hefði} farið á leitarvefinn {Google}∞{eng} og slegið inn nafn sitt. „Þá sá ég að þetta væri maður sem hafði klippt fingur af manni á Akureyri. Ég var að vinna á sjúkrahúsinu á Akureyri þegar þetta kom upp og þekkti því þetta mál." Hann sagðist hafa verið mjög hræddur og óttast um líf sitt enda vissi hann að menn á amfetamíni gætu verið hættulegir. Hann {reynt}¥{hefði reynt} að halda uppi eðlilegum samræðum, enda taldi hann það {vera}¥{vera það} besta í stöðunni. Þjónustufulltrúinn hringdi á lögregluna Þegar vinningshafinn var kominn í bankann ásamt Elís Helga fór hann og settist hjá þjónustufulltrúanum sínum. Á meðan beið Elís Helgi í bankanum. Þjónustufulltrúinn sagði fyrir dómara að vinningshafinn {hafi}£{hefði} sagt sér frá málavöxtum og beðið sig að hringja í lögregluna. Þjónustufulltrúinn sagði að hann {hafi}£{hefði} verið mjög hræddur, skolfið og sagst hafa áhyggjur af bróður sínum sem væri heima hjá sér. Saksóknari í málinu sagði að það hefði tekið lögregluna 25 - 30 mínútur að koma í bankann. Þegar lögreglumenn komu þangað var Elís Helgi handtekinn, og sagði lögreglumaður fyrir dómara að hann {hafi}£{hefði} verið mjög rólegur við handtökuna. Þegar lögreglan fór á heimili mannsins þá var Steindór Helgi farinn á brott og var bróðirinn einn í íbúðinni. Steindór Helgi var svo handtekinn á heimili sínu stuttu síðar. Kíkir alltaf í „kíkjugatið" Bræðurnir báru báðir fyrir dómara að þeir {væri}¢{typo,suff,i-u|væru} mjög hræddir eftir atvikið og {vera}¥{0} mjög {vara}£{varir} um sig. Vinningshafinn sagði að óttinn og hræðslan hefði ekki komið fyrr en nokkru eftir atvikið. „Ég taldi mig vera {meira}£{meiri} mann en ég var. Ég er orðinn ofur varkár og vakna oft á nóttunni. Ég er ekki sá sami og ég var. Mér finnst ég ekki vera að skána." Hinn bróðirinn sagðist vera óttasleginn og þegar bankað væri heima hjá honum, {myndi}¥{0} {hann}¥{kíkti hann} ætíð {kíkja}¥{0} fyrst í „kíkjugatið". Elís Helgi og Steindór Hreinn eiga báðir langa afbrotasögu. Elís Helgi var meðal annars fundinn sekur um morð á áttræðri konu, móður Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum og Steindór Hreinn var dæmdur fyrir að klippa fingur af manni á Akureyri. Þeir sitja báðir inni á {Litla Hrauni}¥{Litla-Hrauni} og eru einnig ákærðir fyrir önnur brot, fjárkúgun, líkamsárás, gripdeildir og fíkniefnamisferli. Búast má við að dómur verði kveðinn upp í málinu á næstu vikum.