{http://visir.is/mikid-um-kynferdislega-misnotkun-a-bandariskum-skatum/article/2012120919160}∞{url} Í ljós er komið að þagað var um fleiri hundruð tilvika um kynferðislega misnotkun á ungum drengjum innan bandarísku skátasamtakanna {US Boy Scouts}∞{eng} á löngu tímabili. Það er blaðið {Los Angeles Times}∞{eng} sem segir frá þessu en blaðið hefur undir höndum 1.600 trúnaðarskýrslur frá skátasamtökunum sem ná yfir tímabilið frá árinu 1971 fram til 1991. Í Þessum skýrslum er greint frá um 500 tilvikum þar sem uppvíst varð um kynferðislegt ofbeldi gagnvart drengjunum og sögðu þeir ýmist frá þessu sjálfir eða foreldrar þeirra. Í 80% þessara tilvika var málið ekki tilkynnt til lögreglu eða annarra yfirvalda og þeim haldið leyndum. Auk þess kemur í ljós að í um 100 tilvika hafi stjórnendur skátasamtakanna beinlínis komið í veg fyrir að misnotkunin var kærð. Í viðtölum blaðsins við menn innan skátasamtakanna kemur fram það sjónarmið að samtökin hafi viljað þagga málin niður til að verja drengina gegn opinberri umfjöllun. Það leiddi {hinsvegar}${cmp,dem+adv,1-2|hins vegar} til þess í einhverjum tilvika að þeir seku misnotuðu einnig börn kynferðislega utan samtakanna. Nú hafa skátasamtökin sent frá sér opinberlega {afsökun}¥{afsökun á} þessari misnotkun.