{http://www.visir.is/veittust-ad-logreglumonnum/article/2012120929617}∞{url} Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir menn voru handteknir í Pósthússtræti eftir að þeir veittust að lögreglumönnum. Mennirnir höfðu verið að slást hvor við {annann}${con,suff,nn-n|annan} og þegar lögreglan skarst í leikinn til að stilla til friðar snerust þeir báðir gegn lögreglumönnunum. Einn lögreglumaðurinn fékk högg í höfuðið og var sendur á slysadeild. Þegar búið var að koma mönnunum í járn bar þriðja aðilann að garði. Sá réðist að þeim handtekna sem var í tökum lögreglu. Þriðji maðurinn var því handtekinn líka, en mennirnir þekktust allir. Þá var ráðist á mann á Bókhlöðustíg og sparkað ítrekað í hann liggjandi. Árásarmennirnir komust undan en fórnarlambið kannaðist við annan aðilann. Árásin tengdist rifrildum fyrr um kvöldið á skemmtistað. Laust fyrir fjögur spurðist af manni sem lá á Hverfisgötu meðvitundarlaus eftir líkamsárás. Sjúkrabifreið var send á staðinn en fórnarlambið var komið til meðvitundar þegar sjúkrabíllinn kom á vettvang. Ekki er vitað um gerendur. Sjúkraflutningamenn fóru í 24 útköll í nótt. Þar af var um helmingur forgangsútköll.