{http://www.visir.is/stefnir-a-thusund-ilmvatnsglos/article/2012120929624}∞{url} Lovísa Jónsdóttir á Selfossi hefur alltaf haft mikinn áhuga á ilmvötnum enda hefur hún safnað ilmvatnsglösum í gegnum árin. Hún á í dag sjöhundruð og tíu glös en setur stefnuna á eitt þúsund glös.  Lovísa er með sérstakan glerskáp undir {ilmvatnsglösins}${typo,suff,1-0|ilmvatnsglösin} sín í Álftarima á Selfossi þar sem hún og Hafsteinn Steindórsson búa. Glösin eru af öllum stærðum og gerðum. Sum þeirra eru full af ilmvötnum en önnur tóm. En af hverju allur þessi áhugi á ilmvötnum? „Þetta bara kom svona ósjálfrátt. Ég fór að hafa áhuga á þessu fyrir rúmum fjörutíu árum. Þá bara vatt þetta upp á sig og síðan hefur þetta bara þróast svona," segir Lovísa. „Ég veit ekki einu sinni hvað {þau}¥{þau heita} öll þessi ilmvötn. Ég kemst ekki yfir það að koma því inn í höfuðið á mér." Eitt ilmvatnsglasið er sími sem spreyjað er úr. Fyrsta glasið sem Lovísa fékk var glas með dúfu. Lovísa ætlar að halda áfram að safna ilmvatnsglösum enda þykir henni þetta mjög skemmtilegt áhugamál. „Ég ætla að reyna að komast upp í þúsund ef ég mögulega get. En þá verð ég að bæta á skápinn. Þá fer að vanta húspláss," segir Lovísa. Þannig að þú vilt fleiri ilmvatnsglös? spyr fréttamaður. „Já, þess vegna. Ég tek alltaf á móti," svarar Lovísa. Svo fólk má hafa samband við þig? spyr fréttamaður. „Já, mikil ósköp. Ég býð í kaffi ef fólk kemur með glös," svarar Lovísa. Og þú hlýtur að ilma vel, segir fréttamaður. „Já ég ætla að vona það," segir Lovísa og hlær. „Fólk talar um að það sé voða góð lykt hérna alla vega."