{http://www.visir.is/leiguverdid-haekkar-mest-midsvaedis/article/2012120929699}∞{url} Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða {endurnýji}${infl|endurnýi} leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um.  Grundvallarbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins og niðursveiflu fasteignamarkaðarins. Þetta hefur leitt til þess að sífellt fleiri reyna nú að leigja á markaði sem hefur hækkað leigu umtalsvert á skömmum tíma. Á einu ári hefur leiguverð hækkað um ríflega 10 prósent að meðaltali. Mest er hækkunin á vinsælum svæðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í grennd við Háskóla Íslands, þar sem eftirspurn er umtalsvert meiri en framboðið. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverðið hæst vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalleiguverðið á stúdíóíbúð tvö þúsund og þrjú hundruð krónur á fermetrann, fyrir tveggja herbergja íbúð tæplega tvö þúsund krónur, fyrir þriggja herbergja íbúð tæplega átján hundruð krónur og fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð tæplega sautján hundruð krónur á fermetrann.  Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir að auknum umsvifum á leigumarkaði hafi fylgt ýmis vandamál, sem rati inn á borð samtakanna.  „Frá því við tókum við þjónustunni hefur þetta aukist töluvert. Við vorum með um þúsund mál allt árið í fyrra. Við gerðum þennan samning við velferðarráðuneytið í maí. Eftir þann tíma komu um 800 mál {þar}€{það} sem eftir var þess árs. Í ár eru þetta {orðið}£{orðin} um 1100 mál," segir hún. Og þegar komi að leigusamningsgerð sé eitt ráð betra en önnur. „Það sem helst ætti að hafa {bakvið}${cmp,noun+pp,1-2|bak við} eyrað og við erum alltaf að reka okkur á er að hafa samskipti sem mest skrifleg. Fólk er rosalega viðkvæmt fyrir því, vill hafa hlutina á vinalegu nótunum, í símtali eða bara augliti til {auglits}${typo,suff,0-1|auglitis}. Það er bara svo erfitt að sanna hverju maður heldur fram í svoleiðis málum. Svo það er mjög brýnt ef það þarf að koma orðsendingum á milli að hafa það í bréfi eða tölvupósti," segir Hildigunnur.