{http://www.visir.is/syntu-bodsund-yfir-ermarsundid/article/2012120929675}∞{url} Boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synti í gær yfir Ermarsundið. Sundið tók tæplega 13 klukkustundir. Sundgarparnir höfðu stefnt að því að synda ekki fyrr en í dag en þegar veðurspáin benti til þess að veðrið yrði slæmt frá og með deginum í dag og út vikuna var ákveðið að fara degi fyrr. Lagt var af stað klukkan rúmlega þrjú um nótt og synt í svarta myrkri fyrstu þrjá tímana. Sundsveitin mátti {klást}${typo,stem,0-1|kljást} við talsvert öldurót lengst af leiðinni. Það var svo 12 klukkustundum, 44 mínútum og um það bil 50 kílómetrum síðar sem boðsundsveitin náði Frakklandsströnd í logni og fallegu veðri. Sundið gekk í alla staði vel en til að fá boðsund yfir Ermarsundið viðurkennt þarf að {hlýta}${vow,stem,y-i|hlíta} ströngum reglum varðandi skiptingar, tímasetningar, röð sundmanna og landtöku. Einungis má synda í hefðbundnum óeinangrandi sundfötum. Sundgarparnir voru þau {Háldán}${typo,stem,0-1|Hálfdán} Freyr Örnólfsson‚ Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir {Elísasson}${typo,stem,1-0|Elíasson}.