{http://www.visir.is/birkir-jon-vikur-fyrir-sigmundi/article/2012120929682}∞{url} Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi þar sem Birkir Jón var áður oddviti. „Ég hef á {slíðastliðnum}${typo,stem,1-0|síðastliðnum} 15 árum helgað líf mitt stjórnmálum og á þessum tímapunkti hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Ég vil þakka framsóknarfólki um allt land frábært samstarf síðustu ár og er ákaflega þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt sem varaformanni Framsóknarflokksins og oddvita í Norðausturkjördæmi," segir Birkir og tekur fram að persónulegar ástæður séu fyrir því að hann stígur til hliðar. Við sama tilefni þakkar Sigmundur Davíð Birki fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum gæfu í framtíðinni. „Samskipti okkar Birkis hafa frá upphafi verið frábær," segir hann og lýsir því yfir að nú þegar Birkir hverfur á braut hyggist hann sjálfur sækjast eftir að vera í framboði í Norðausturkjördæmi þar sem Birkir leiddi áður. Þar vill hann taka þátt í baráttu fyrir því að flokkurinn endurheimti stöðu sína sem stærsti flokkur kjördæmisins. Birkir fagnar því að Sigmundur bjóði sig fram í kjördæminu og segist sjálfur hafa hvatt hann til þess að undanförnu. Prófkjörsslagur Þessar hrókeringar ber upp degi eftir að fréttir spurðust af því að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlaði í baráttu um fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi. Hann skipaði 2. sætið í fyrra eftir að hafa tapað fyrir Birki Jóni. Nú lítur út fyrir að það verði Höskuldur og Sigmundur sem takast á um fyrsta sætið í kjördæminu eftir að Birkir stígur til hliðar.