{http://www.visir.is/kjosa-um-sameiningu-gardabaejar-og-alftaness/article/2012120929683}∞{url} Skuldir og skuldbindingar Álftaness sem voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 fara niður í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Íbúar kjósa um málið í október.  Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness hafa báðar komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegur kostur að sameina þessi tvö sveitarfélög.  Íbúar beggja sveitarfélaga fá að kjósa um málið 20. október. Verði af sameiningunni fær sveitarfélagið nafnið Garðabær þótt vitanlega haldist örnefnið Álftanes áfram óbreytt.  "Garðabær er sterkt vörumerki ef svo má segja og með sterka ímynd en nafnið er líka sögulegt því bærinn dregur nafn sitt af jörðinni Görðum á Álftanesi," segir Gunnar.  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir sameininguna hagkvæman kost. Skuldastaða Álftnesinga muni engin áhrif hafa á núverandi álögur eða þjónustustig fyrir íbúa í Garðabæ verði af sameiningunni.  Verði af sameiningu fari skuldir Álftnesinga niður í 3,2 {milljaða}${typo,stem,0-1|milljarða} en þær voru 7,2 þegar staðan var hvað verst í upphafi efnahagshrunsins.  "Skilyrðið fyrir því að hægt sé að ná þessu niður í 3,2 {milljaða}${typo,stem,0-1|milljarða} er að {sveitafélögin}¢{cmp,genpl-gensg|sveitarfélögin} sameinist því þá koma peningar frá jöfnunarsjóði og frá ríkinu og með þá fjármuni er búið að semja við {lánadrottna}¢{typo,stem,0-1|lánardrottna} um þessa skuldastöðu," segir Gunnar.  En hvaða hag hefur ríkið af sameiningunni? "Þegar Álftanes fer í þrot tekur fjárhagsstjórn við rekstrinum og það var ljóst að sveitarfélag með 2500 {sveitarfélag}€{íbúa} með svo miklar skuldir sem þá voru gat ekki rekið sig. Ríkið setti þá skilyrði að ef aðstoð ætti að berast þaðan yrði það að sameinast stærra sveitarfélagi því þetta væri ekki hagkvæm {rekstraeining}¢{typo,suff,0-1|rekstrareining}." Skipulagsvald á svæðinu vegur auk þess þungt í þessu máli. "Síðast en ekki síst, sem er mikilvægasta atriðið að mínu mati, er að {Garðbær}¢{cmp,suff,st-genpl|Garðabær} hefur þá skipulagsvald út á Álftanesið. Við eigum þá ekki hættu á að annað sveitarfélag, til dæmis Reykjavík, {sem}¥{0} hefði skipulagsvaldið ef Álftanes myndi sameinast því sem mun væntanlega gerast hafni fólk sameiningunni. Þá gæti maður séð fyrir sér að menn færu að velta fyrir sér flugvelli á Lönguskerjum og svo framvegis og það myndi ég ekki vilja sjá," segir Gunnar.  Hægt er að kynna sér tillögurnar nánar á síðunni {okkarval.is}∞{url}.