{http://www.visir.is/hert-oryggisgaesla-vegna-randyrrar-bokar/article/2012120929701}∞{url} Stærsta og dýrasta bók sem nú er fáanleg á almennum bókamarkaði á Íslandi, hátíðarútgáfa Íslenskra fugla eftir Benedikt Gröndal, er nú í fyrsta sinn til sýnis fyrir almenning í Eymundsson í Smáralind. Af því tilefni hefur öryggisgæsla verið hert í versluninni og starfsmenn hafa á bókinni sérstakar gætur. Bókin kostar 230.000 krónur fullu verði og aðeins eru gefin út 100 tölusett eintök. Hún er bundin í sérsútað sauðskinn frá verksmiðju Loðskinns á Sauðárkróki, {handbunin}${typo,stem,0-1|handbundin} af Ragnari Eiríkssyni bókbindara og er í sérsmíðuðum viðarkassa. Enn eru tæplega 50 eintök af bókinni fáanleg. Benedikt Gröndal teiknaði myndirnar í bókina í kringum aldamótin 1900, alls 100 myndir af öllum fuglum sem hann vissi til að sést hefðu á Íslandi. Handritið var aldrei gefið út og var geymt í læstum skjalaskáp Náttúrufræðistofnunar Íslands í meira en hálfa öld. Bókin kom út í útgáfu fyrir almenning árið 2011 hjá bókaútgáfunni {Crymogeu}∞{lat} í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Hátíðarútgáfan er endurgerð upprunalega handritsins og geymir auk allra fuglateikninga Benedikts líka listilega handskrifaðan texta hans auk skýringa og eftirmála Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings.