{http://visir.is/margret-lara-i-byrjunarlidi-islands/article/2012120918772}∞{url} Margrét Lára Viðarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Noregi ytra í undankeppni EM 2013. Alls eru tvær breytingar gerðar á liðinu sem vann Norður-Írland, 2-0, um helgina. Rakel Hönnudóttir leikur í stöðu hægri bakvarðar í stað Dóru Maríu Lárusdóttur. Það má búast við því að íslenska liðið verði varnarsinnaðra en um síðustu helgi. Edda Garðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir verða varnartengiliðir og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrir framan þær. Margrét Lára spilar svo sem fremsti sóknarmaður en {Elím}${typo,stem,m-n|Elín} Metta Jensen leysti þá stöðu um síðustu helgi. Byrjunarliðið: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir Varnarmenn: Rakel Hönnudóttir Sif Atladóttir Katrín Jónsdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðjumenn: Katrín Ómarsdóttir Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Sóknarmenn: Fanndís Friðriksdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir