{http://visir.is/sedlabankinn--frett-morgunbladsins-i-flestum-atridum-rong/article/2012120918797}∞{url} „Fréttin á forsíðu Morgunblaðsins um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál er í flestum atriðum röng,“ segir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands, vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þess efnis að {Deutsche Bank}∞{tys} og stórt erlent fjárfestingafélag, {hafi}£{hefðu} fengið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að kaupa gjaldeyri fyrir 18 milljarða í skiptum fyrir íslenskar krónur, og flytja fjármagnið úr landi. Í tilkynningu frá {Seðlbankanum}${typo,suff,0-1|Seðlabankanum}, vegna fréttarinnar, segir að engar undanþágur hafi verið veittar. „Engar undanþágur sem geta haft alvarleg áhrif á stöðugleika krónunnar hafa verið veittar til kaupa á gjaldeyri fyrir krónur til að flytja úr landi enda er það megintilgangur fjármagnshafta að varðveita gengisstöðugleika. Þá hefur Seðlabankinn ekki heldur notað gjaldeyrisforða sinn í ofangreindu skyni. Þeir sem þekkja til gjaldeyrismarkaðar vita að hefði undanþága verið veitt með þeim hætti sem lýst er í blaðinu hefði gengi krónunnar fallið verulega. Ekkert slíkt hefur gerst, enda engin undanþága af þessu tagi verið veitt,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Þá segir bankinn að ekki sé heldur nákvæmlega farið rétt með, í umfjöllun blaðsins um verklagsreglur bankans þegar kemur að undanþágum frá gjaldeyrishöftunum. Sjá má tilkynningu Seðlabankans, vegna fréttar Morgunblaðsins, hér.