{http://visir.is/ben-stiller-auglysir-vatnajokul/article/2012120918769}∞{url} Tökur á stórmynd {Ben Stiller, The secret life of Walter Mitty}∞{eng}, standa enn yfir og munu standa fram í næstu viku. Tökuliðið var við tökur við Vatnajökul fyrr í vikunni. Þar var myndin hér til hliðar tekin sem svo rataði inn á {Twitter}∞{eng} síðu {Ben Stiller}∞{eng} og vakti þar talsverða athygli. {Ben Stiller}∞{eng} hefur yfir þrjár milljónir aðdáenda á Twitter og síðustu daga hefur hann verið duglegur að setja inn myndir frá Íslandi. Þær hafa að líkindum náð augum ansi margra. „Þetta er náttúrlega æðisleg landskynning," segir Leifur B. {Dagfinsson}${con,stem,1-2|Dagfinnsson}, framkvæmdastjóri {Truenorth}∞{eng}. „Hann er ekki búinn að tala um neitt annað en Ísland á {Twitter}∞{eng} síðustu tvo mánuðina þannig að þú getur rétt ímyndað þér." Hátt í 300 manns koma að gerð myndarinnar {The secret life of Walter Mitty}∞{eng} og þar af yfir 200 Íslendingar. Leifur segir að kvikmyndagerðarmennirnir séu afar ánægðir með íslenska starfsfólkið. „{Ben Stiller}∞{eng} er alveg í essinu sínu," segir hann. „Þetta er fyrst og fremst bara duglegt fólk. Reynda fólkið okkar er mjög gott og óreynda fólkið okkar er til í að læra."