{http://visir.is/segist-ekki-hafa-haft-hugmynd-um-ad-hann-vaeri-ad-fremja-logbrot-/article/2012120929469}∞{url} „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Ég var bara unglingur á þessum tíma." Þetta sagði Jón Ólafur Róbertsson í {vitniburði}${cmp,suff,nom-gensg|vitnisburði} sínum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Jón er einn af fimm sakborningum í máli sérstaks saksóknara en það tekur til stórfelldra fjársvika og blekkinga árið 2008. Tugmilljónir voru sviknar út úr Íbúðalánasjóði og öðrum fyrirtækjum, en sakborningar tengdust vélhjólasamtökunum Fáfni og Hells Angels. Jón hefur neitað sök. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri bannað. Ég lánaði Jens Tryggva Jenssyni reikningana mína. Það voru um það bil þrettán milljónir sem voru lagðar inn á mig. „Þeir voru að braska eitthvað sem ég vissi ekkert um. Ég spurði lítið, ég var ungur á þessum tíma og ég leitaði ekki skýringa hjá Jens Tryggva." Þá bar Jón fyrir sig minnisleysi þegar saksóknari forvitnaðist um hvort {að}¥{0} einn {ákærða}£{ákærðra}, Jens Tryggvi Jensson, sem einnig er ákærður, hefði verið með í för þegar hann tók út peningana. Verjandi Jóns spurði hvort að hann hafi fengið greitt fyrir að lána bankareikninga sína. Jón svaraði neitandi. „Ég var í ruglinu á þessum tíma en ég er edrú núna." Saksóknari lagði mikla áherslu á að fá álit Jóns á því hvers vegna Jens Tryggvi {hafi}£{hefði} viljað fá alla þrjá bankareikningana að láni. „Þeir vildu leggja inn á þrjá reikninga, ekki einn. Mér fannst þetta ekkert undarleg bón," sagði Jón.