{http://visir.is/hulunni-svipt-af-storfelldum-fjarsvikum-vitisengla/article/2012120929415}∞{url} Hlé hefur verið gert á aðalmeðferð í Íbúðalánasjóðsmálinu. Þinghald hófst snemma í morgun þar sem fjórir af fimm sakborningum gáfu vitnisburð. Um er að ræða stórfellt fjársvikamál en sakborningum er gefið að sök að hafa svikið hátt í fimmtíu milljónir út úr Íbúðalánasjóði á sumarmánuðum 2009. Þetta var gert með því að breyta {prófkúruhöfum}${infl|prókúruhöfum} og stjórn félaganna og það með fölsuðu undirskriftum. Greint hefur verið frá því að svikin voru prófraun fyrir inngöngu vélhjólasamtakanna Fáfnis í alþjóðlegu glæpasamtökin Vítisengla (e. Hells Angels). Hinir ákærðu eru: Vilhjálmur Símon Hjartarson, Jón Ólafur Róbertsson, Hans Aðalsteinn Helgason og Helgi Ragnar Guðmundsson. Jens Tryggvi Jensson er einnig sakborningur í málinu en hann gefur vitnisburð sinn á föstudag. Vilhjálmur og Jón hafa báðir játað sína aðild að málinu. Jón heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki vitað að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða. Hans Aðalsteinn tekur í {saman}¢{typo,stem,1-0|sama} streng en neitar sök {engu}¥{engu að} síður. Helgi Ragnar er sagður hafa stjórnað svikunum. Í vitnisburði sínum sagði Vilhjálmur að Helgi {hafi}£{hefði} leiðbeint honum, bent honum á að fela húðflúr sín þegar hann tók út peningana og kennt sér að „orða hlutina." Helgi Ragnar vildi lítið tjá sig um sakargiftirnar. Hann vildi ekki kannast við þau gögn sem saksóknari setti fram – þar á meðal smáskilaboð sem fundust í farsíma hans en þar stóð: „Við verðum að þrýsta á Íbúðalánasjóð." Við húsleit á heimili Helga Ragnars í Hafnarfirði fannst mikið magn gagna sem benda til þess að einhver hafi safnað upplýsingum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þá bera Vilhjálmur, Jón og Hans því fyrir sig að þeir hafi verið í mikilli neyslu þegar umrædd {atburðarrás}¢{cmp,gensg-genpl|atburðarás} átti sér stað árið 2009. Svikin þykja afar yfirgripsmikil og flókin. Falsa þurfti undirskriftir {prófkúruhafa}${infl|prókúruhafa} og stjórnarmanna félaganna Saffran ehf. og {Guðmund Kristinsson}£{Guðmundar Kristinssonar} ehf. Í ákæru saksóknara kemur fram að Vilhjálmur og Hans hafi skráð sig í stjórnir félaganna. Í krafti {prófkúruhafa}${infl|prókúruhafa} gátu hinir ákærðu stofnað reikninga, slegið lán hjá Íbúðalánasjóði og falsað kauptilboð í fasteignir. Eins og áður segir hefur nú verið gert hlé á þinghaldinu. Eftir að Vilhjálmur, Jón, Hans og Helgi Ragnar höfðu gefið vitnisburð voru stjórnarmenn úr Saffran ehf. og {Guðmund Kristinsson}£{Guðmundi Kristinssyni} ehf. kallaðir til. Saksóknari bar fyrir þá samþykktir um breytingar á stjórnum félaganna. Enginn af þeim kannaðist við að hafa skrifað undir plöggin.