{http://visir.is/fengu-taeplega-200-milljonir-krona-fra-throtabui-glitnis-/article/2012120929381}∞{url} Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. Lífeyrissjóðirnir Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fengu um helgina í hendur niðurgreiningu á kostnaði {þrotabúss}${infl|þrotabús} Glitnis vegna starfa slitastjórnarmanna, þeirra Páls Eiríkssonar og Steinunnar Guðbjartsdóttur, fyrir þrotabúið. Sjóðirnir höfðu áður hótað því að fara með málið fyrir dómstóla, þar sem slitastjórnin hafði neitað því að láta af hendi upplýsingar um launakostnaðinn. Fréttastofa, sem hefur gögnin undir höndum, hefur heimildir fyrir því að stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum séu afar ósáttir við hversu háar greiðslur hafa runnið til slitastjórnarmanna. Frá árinu 2009 og fram á þetta ár hafa tæplega 313 milljónir króna runnið til lögmannsstofu Steinunnar, {Lögmansstofu}${typo,stem,1-2|Lögmannsstofu} SG ehf. Þar af námu greiðslur í fyrra 100,5 milljónum króna. Greiðslur til lögmannsstofu Páls Eiríkssonar, Lögfræðiráðgjafar PE slf., hafa frá árinu 2009 numið ríflega 240 milljónum króna. Þar af námu greiðslur vegna ársins í fyrra ríflega 82 milljónum króna. Þessu til viðbótar hafa heildargreiðslur {þrotabússins}${typo,suff,2-1|þrotabúsins} til lögmannstofa þeirra Páls og Steinunnar numið tæplega 300 milljónum króna frá árinu 2009. Samtals gerir þetta ríflega 850 milljónir króna, eða sem nemur ríflega 20 milljónum króna á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttstofu eru lífeyrissjóðirnir nú með gögnin til skoðunar og meðferðar og er ekki útilokað að þeir {leita}£{leiti} réttar síns fyrir dómstólum, með það fyrir augum að lækka kostnað við slitin á þrotabúinu, en sjóðirnir báðir hafa þegar tapað háum fjárhæðum vegna falls Glitnis, fyrir tæpum fjórum árum.