{http://visir.is/bolungarvik-stefnir-fyrirtaekjum-vegna-skemmda/article/2012309249973}∞{url} „Við höfum ákveðið að stefna þeim aðilum sem að málinu koma. Við höfum reynt að ná sáttum en það hefur ekki gengið,“ segir Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík, en bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að höfða mál gegn fimm fyrirtækjum vegna skemmda sem urðu á snjóflóðavarnargörðum undir Traðarhyrnu í september árið 2009. Í september 2009 tók að hrynja úr bakhlið snjóflóðavarnargarðsins sem snýr að Traðarhyrnu og var í kjölfarið ákveðið að stöðva framkvæmdirnar. Stór kafli af útvegg varnargarðsins hrundi, en net með grjóthleðslu gaf sig sem varð til þess að hrunið átt sér stað. Þá þurfti að {fjárlægja}${vow,stem,á-a|fjarlægja} styrkta fyllingu sem hafði verið komið fyrir og hefja verkið að nýju, með endurbættu og endurhönnuðu styrktarkerfi. Strax í kjölfar tjónsins voru kallaðir til óháðir sérfræðingar sem unnu matsgerð um hvað hefði farið úrskeiðis í hönnun eða framkvæmd verksins og skiluðu þeir niðurstöðu í nóvember 2009. Fyrirtækið Maccaferri hafnaði þá allri bótaskyldu vegna hrunsins. Dómkvaddir matsmenn voru skipaðir í apríl 2010 af Héraðsdómi Reykjavíkur og skiluðu þeir sinni niðurstöðu í desember 2010. „Í kjölfar þess að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi við matsþola {byggt}£{byggðu} á matsgerðinni hefur verið ákveðið að birta þeim aðilum stefnu sem taldir eru bera ábyrgð á tjóninu,“ segir Elías, en fyrirtækin fimm sem um ræðir eru {Officine Maccaferri}∞{ita}, Ósafl, {Marti Contractors}∞{eng}, Íslenskir aðalverktakar og Efla verkfræðistofa. Að sögn Elíasar hafa sáttafundir átt sér stað en þeir hafa ekki skilað {árangari}${typo,suff,1-0|árangri}. „Þetta er í raun úrslitakostur þar sem samningaleiðin hefur ekki reynst fær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Framkvæmdasýslu ríkisins og lögfræðinga sveitarfélagsins“, segir Elías.