{http://visir.is/abatasamar-dukkulisur/article/2012309249978}∞{url} Inga María Guðmundsdóttir, eigandi vefsíðunnar {Dress Up Games}∞{eng}, hefur greitt sjálfri sér 163 milljónir króna í arð síðastliðin þrjú ár, en á síðasta ári nam arðgreiðsla félagsins 36 milljónum króna. {Dress Up Games}∞{eng} er tenglasíða sem gerir börnum kleift að finna dúkkulísuleiki á netinu og klæða persónurnar í föt. Fyrirtækið er starfrækt á Ísafirði, en Inga María er eini eigandi þess. Félagið utan um reksturinn var stofnað árið 2007. Eignir {Dress Up Games}∞{eng} námu fyrsta árið tæpum 26,3 milljónum króna en voru um tífalt hærri á síðasta ári, eða tæpar 258 milljónir króna. Þar námu innistæður í bönkum og sjóðum 38,1 milljón króna, en aðrar eignir eru markaðsverðbréf upp á 205 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam í fyrra 192 milljónum króna, sem er {tælplega}${typo,stem,1-0|tæplega} 12,9 milljónum meira en í lok árs 2010. Frá þessu er greint á vefsíðu Viðskiptablaðsins.