{http://www.visir.is/stal-beikoni-og-kardimommudropum/article/2012120929319}∞{url} Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í tvö ár í Héraðsdómi {Norðurlande}${typo,suff,e-i|Norðurlandi} eystra á föstudag fyrir þjófnað. Maðurinn stal þremur {beikon áleggsbréfum}¥{beikonáleggsbréfum}, átta vanilludropaglösum og 18 kardimommuglösum úr Samkaup/Strax á Akureyri í júlí síðastliðnum. Þýfið er samtals að verðmæti um 9.500 krónur.  Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómara en hann á nokkurn sakaferil að baki. Fimm dögum fyrir þjófnaðinn gerði hann sátt við Sýslumanninn á Akureyri fyrir þjófnaðarbrot og samþykkti að greiða 20 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.  Fyrir dómara lýsti maðurinn yfir iðran vegna þjófnaðarins og staðhæfði jafnframt að hann hefði að undanförnu tekið sig á með hjálp nafngreindra fagaðila.