{http://www.visir.is/skemmdarvargar-unnu-mikil-spjoll-a-thjodleikhusi-faereyja/article/2012120929361}∞{url} Mikil spjöll voru unnin á þjóðarleikhúsi Færeyinga í Þórshöfn eða {Tjódpallur Føroyar}∞{for} um síðustu helgi. Langur tími mun líða þar til hægt verður að sýna leikrit þar að nýju. Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin einhvern tíma á {aðfararnótt}¢{cmp,suff,gensg-genpl|aðfaranótt} mánudagsins en stjórnendur leikhússins komu að því í skelfilegu ástandi í gærmorgun. Fyrir utan að hafa gengið skipulega til verks og rústað nær öllum tæknibúnaði leikhússins sem og eldhúsi þess höfðu skemmdarvargarnir einnig skilið vatnslöngu eftir á fullu á efstu hæð hússins. Vatnslekinn olli gífurlegum skemmdum á leikhúsinu, sem er gamalt timburhús, og ljóst er að taka þarf allar raflagnir þess upp og endurnýja þær. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni TV2 segir Hildur {Hentze}∞{for} aðstoðarlögreglustjóri Færeyja að skemmdarverkin hafi ekki verið unnin af einhverjum drukknum unglingum. Þau bera öll þess merki að skipulega hafi verið staðið að þeim og að þeir sem unnu spjöllin hafi viljað valda eins miklum skaða og hugsanlegt var. {Hinsvegar}${cmp,dem+adv,1-2|Hins vegar} hafi lögreglan náð bæði fingraförum og dna sýnum af gerningsmönnunum. Næsta frumsýning í þjóðleikhúsinu átti að vera á fimmtudaginn kemur en henni hefur verið frestað um óákveðinn tíma.