{http://www.visir.is/svartri-skyrslu-um-gifurleg-fjarutlat-rikisins-haldid-leyndri/article/2012120929362}∞{url} Umfjöllun í Kastljósi í gærkvöldi um svarta skýrslu um gífurlega framúrkeyrslu við kaup ríkisins á nýju fjárhags- og {bókhaldskerf}${typo,suff,0-1|bókhaldskerfi} hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem skýrslunni hafi verið haldið leyndri árum saman.  Íslenska ríkið keypti nýtt fjárhags- og bókhaldskerfi árið 2001 sem í fjárlögum var gert ráð fyrir að kostaði 160 milljónir króna. Samkvæmt samningi kostaði það hins vegar rúmlega einn milljarð króna.  Ríkisendurskoðun skrifaði svarta skýrslu um málið fyrir Alþingi árið 2009 þar sem fram kemur að kostnaðurinn sé kominn í fjóra milljarða króna. Alþingi hefur enn ekki fengið skýrsluna en Kastljós varpaði ljósi á hana í gærkvöldi.  Í stuttu máli er það svo að fjármálaráðherra fékk heimild árið 2001 til að kaupa nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir 160 milljónir króna. Átta árum síðar var kostnaður kominn í fjóra milljarða króna. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus: Öll meðferð þessa máls er gölluð og í andstöðu við gildandi fyrirmæli fjárreiðulaga.  Ríkisendurskoðun sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að umrætt vinnuplagg sé trúnaðarmál sem komið hefur fram með ólögmætum hætti til Kastljóss. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafi því ekki verið leiðrétt.