{http://www.visir.is/meiri-alvara-a-naesta-ari-segir-fyrirlidi-grundarfjardarlidsins/article/2012309309999}∞{url} Lið Grundarfjarðar í fótbolta stóð sig vel í sumar og komst upp í hina nýju þriðju deild sem komið verður á fót fyrir næsta sumar. Blaðamaður Skessuhorns spjallaði við Ragnar Smára Guðmundsson fyrirliða liðsins, en það lenti í þriðja sæti í C riðli þriðju deildar í sumar á eftir Kára frá Akranesi og Víði úr Garðinum. Liðið fór í umspil um sæti í nýju þriðju deildinni og sigraði Létti léttilega 6-1. Í þriðju deildinni á næsta ári verða lið {víðsvegar}${cmp,adj+adv,1-2|víðs vegar} af Íslandi og má þar nefna þrjú lið frá Austfjörðum, eitt af Hvolsvelli og eitt lið frá Grenivík. „Já, það verður alveg hrikalega mikið ferðalag á okkur næsta sumar,“ segir Ragnar Smári um dreifingu liðanna í deildinni.   Sjá nánar spjall við Ragnar Smára í síðasta Skessuhorni.