{http://www.visir.is/ihuga-ad-oska-sjalfir-eftir-umsogn-rikisendurskodunar/article/2012120928734}∞{url} Stjórnarandstæðingar gagnrýna harðlega ákvörðun fjárlaganefndar um að fresta því að senda fjáraukalögin til umsagnar hjá Ríkisendurskoðun. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins íhuga að óska sjálfir eftir því að stofnunin veiti umsögnina engu að síður. Fjárlaganefnd ákvað á fundi sínum í gær að bíða með það að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar vegna trúnaðarbrests sem ríkir á milli {Alþingi}£{Alþingis} og stofnunarinnar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega.  Kristján Þór {Júíusson}${typo,stem,0-1|Júlíusson} á sæti í fjárlaganefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni nú skoða það að leita sjálfir eftir því að Ríkisendurskoðun veiti umsögn um fjáraukalögin.  „Ég að vísu vona að það þurfi ekki að koma til þess heldur geti þingið staðið saman um að fá álit hlutlauss aðila í þessum efnum og neita satt að segja að trúa því að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi þori ekki að bera verk sín undir dóm annarra. Ef {að}¥{0} þau eru staðföst í því þá að sjálfsögðu munum við leita allra þeirra leiða sem við höfum færar til þess að draga fram hlutlæga gagnrýni á þetta mislukkaða verk stjórnarmeirihlutans," segir Kristján Þór. Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar segir einstökum þingmönnum frjálst að senda málið til Ríkisendurskoðunar. „Þeir geta sent mál til hverra þeirra sem þeir treysta til að fjalla um fjáraukalagafrumvarpið rétt eins og önnur mál sem {að}¥{0} berast til nefnda þingsins, ég geri enga athugasemd við það. Þeim er bara frjálst að gera það," segir Björn Valur. Þá segir hann að hægt sé að klára afgreiðslu fjáraukalaganna án þess að umsögn berist frá Ríkisendurskoðun.  „Það er ekkert því til fyrirstöðu að þannig verði. Okkur ber engin skylda til þess." Kristján segir mikilvægt fyrir Alþingi að fá hlutlæga umsögn um frumvarpið.  „Miðað við vinnulagið þá virðast þeir líta á sig sem alvalda í íslensku þjóðfélagi og það væri eftir öðru að þeir teldu sig ekki þurfa að bera nokkurn skapaðan hlut undir almenning eða lögskipaðar stofnanir."