{http://www.visir.is/bradalungnabolgan-smitast-ekki-audveldlega/article/2012120928770}∞{url} Nýtt afbrigði bráðalungnabólgu smitast ekki jafn auðveldlega á milli manna og áður var talið, að sögn sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Minnst einn er þegar látinn vegna veirunnar. Um er að ræða svonefnda kórónaveiru sem greindist nýverið og svipar mjög til lungnabólgunnar HABL sem kom fram í Kína í febrúar 2002, eða SARS eins og hún kallast á ensku. Sú sýking varð að heimsfaraldri og á áttunda hundrað manns létust. BBC hefur fjallað ítarlega um nýja afbrigðið síðustu daga. Þar kemur fram að tveir menn á Arabíuskaga veiktust nýverið af veirunni. Annar þeirra lést í {Saudi-Arabíu}€{foreign,eng|Sádi-Arabíu}, og er það eina staðfesta dauðsfallið vegna veirunnar. Hinn maðurinn var fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús í Englandi. Þeir þjáðust báðir af nýrnabilun. Þá óttuðust heilbrigðisyfirvöld í Danmörku að veiran hefði greinst þar og voru fimm manns settir í sóttkví. Komið hefur í ljós að þeir voru ekki með þessa tilteknu veiru. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist náið með útbreiðslu veirunnar. Enn hefur verið talið ástæða til að setja hömlur á ferðir til {Saudi Arabíu}€{foreign,eng|Sádi-Arabíu} eða {Quatar}€{foreign,eng|Katar}. Stofnunin vinnur þó náið með þarlendum yfirvöldum vegna þess að á næstunni flykkjast pílagrímar til Mekka vegna árlegar trúarhátíðar. Ítarlegar rannsóknir fara fram á veirunni og fyrstu niðurstöður benda til þess að hún eigi uppruna sinn í dýrum, og hagi sér á annan hátt en HABL{:}€{.}