{http://www.visir.is/forkastanleg-vinnubrogd-og-an-fordaema/article/2012120928773}∞{url} Það eru forkastanleg vinnubrögð og án fordæma að fresta því að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar líkt og meirihluti fjárlaganefndar ákvað í gær. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni en hann telur {að}¥{að að} baki ákvörðuninni blundi tilhneiging til að leyna {almennig}${typo,der,0-1|almenning} upplýsingum. Fjárlaganefnd ákvað á fundi sínum í gær að bíða með það að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar vegna trúnaðarbrests sem ríkir á milli {Alþingi}£{Alþingis} og stofnunarinnar. Meirihluti nefndarinnar tók þessa ákvörðun og segir að með henni sé verið að senda ákveðin skilaboð.  Ríkisendurskoðun hefur sætt gagnrýni síðustu daga fyrir það að hafa tekið átta ár í vinnu við skýrslu um {kosntað}${meta,stem,nt-tn|kostnað} við nýtt bókhaldskerfi.  Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í fjárlaganefnd. Hann er ósáttur við vinnubrögð meirihluta nefndarinnar sem hann segir vera forkastanleg og án fordæma. „Þetta eru {vinnbrögð}${typo,suff,0-1|vinnubrögð} sem koma á óvart." Þá hefur hann litla trú á þeim ástæðum sem meirihluti nefndarinnar gefur upp fyrir sinni ákvörðun.