{http://www.visir.is/uppreisnarmenn-skortir-vopn/article/2012120928777}∞{url} Hörð átök geisa nú í sýrlensku borginni Aleppo en samkvæmt fréttaflutningi {ríkissjónvarpssins}${typo,suff,1-0|ríkissjónvarpsins} hafa stjórnarandstæðingar þurft að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarhermönnum.  Svo virðist sem uppreisnarmenn skorti bæði vopn og mannafla til að halda uppteknum hætti að sögn fréttamanns BBC í Beirút en stjórnarherinn ræðst nú á uppreisnarmenn af fullu afli. Hundrað og fimmtíu létust í átökum víðs vegar um landið í gær þar af fjörutíu í Aleppo.