{http://www.visir.is/leidsogn-a-morgun-sunnudag-a-lokadegi-syningar-i-gardalundi/article/2012309299993}∞{url} Á morgun, sunnudaginn 30. september, er síðasti  formlegi opnunardagur sýningarinnar AFSTAÐA – af stað, sem staðið hefur í Skógræktinni Garðalundi á Akranesi frá því í júlí.  Af því tilefni mun sýningarstjórinn Helena Guttormsdóttir verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 á sunnudaginn. „Tilvalin ganga fyrir fjölskylduna og allt skólaáhugafólk er sérstaklega hvatt til að koma,“ segir í tilkynningu. Við undirbúning sýningarinnar var valið að vinna með grunnstefið sjálfbær þróun, til að leitast við að opna umræðu um hugtak sem flestir vilja koma að í skýrslum en fáir virðast skilja og enn færri taka afstöðu  til. Þaðan er heiti sýningarinnar „AFSTAÐA - Af stað“ komið og felur í sér megininntak  sjálfbærrar þróunar, getu til aðgerða.   „Sýningunni er sérstaklega ætlað að vera hvati fyrir skólasamfélagið á Vesturlandi til að vinna með mismunandi nálgun, velta steinum og skoða hlutina í nýju ljósi. En sjálfbærni er nú í fyrsta sinn ein af grunnstoðum sem fléttast eiga inn í nýja aðalnámskrá á öllum skólastigum. Við val á listafólki var reynt að hafa hópinn fjölbreyttan í aldri og viðfangsefnum. Þar er að finna heimamenn brottflutta og nýflutta á Akranes, en einnig listamenn sem ekki eiga sérstök tengsl við svæðið en hafa mikinn áhuga á sjálfbærni. Niðurstaðan er sýning þar sem unnið er með fjölbreytt viðfangsefni, svo sem vind og vatn, grjót, jurtir, neyslu og þátttöku almennings,“ segir Helena Guttormsdóttir. Hún bætir því við að vonandi sái sýningin fræjum ferskra hugmynda og gagnrýnnar hugsunar um heiminn jafnt sem nærsvæðið. „Þannig getum við velt fyrir okkur framtíðarsýn skógræktarinnar, Akraneskaupstaðar, Íslands og heimsins.“ Sýningin er {samstarfverkefni}${cmp,st-gensg|samstarfsverkefni} Menningarráðs Vesturlands og Akraneskaupstaðar.