{http://visir.is/biskup-tok-vid-fyrstu-bleiku-slaufunni/article/2012120928810}∞{url} Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, veitti fyrstu Bleiku slaufunni í ár viðtöku í dag. Átakið Bleika slaufan fer fram í þrettánda sinn í ár. Bleika slaufan er að þessu sinni hönnuð af {skartgripasverkstæðinu}${typo,stem,1-0|skartgripaverkstæðinu} SIGN í Hafnarfirði og byggir hönnunin á tveimur blómum sem sveigjast hvort um annað. Bleika slaufan er seld á fjölda sölustaða án nokkurrar álagningar og söluandvirðið rennur óskipt til söfnunar Krabbameinsfélags Íslands. Slaufan kostar 1.500 krónur og markmiðið er að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október. Árlega greinast um 660 konur með krabbamein, þar af 200 með krabbamein í brjóstum.