{http://visir.is/kvennaskolanemar-halda-peysufatadaginn-hatidlegan/article/2012120928838}∞{url} Peysufatadagur Kvennaskólans fer fram í dag en um er að ræða gamla hefð skólans og hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Á vefsíðu skólans segir að í þá daga hafi aðeins stúlkur verið nemendur við Kvennaskólann og þær ákveðið til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan. Á {Peysfatadaginn}${typo,suff,0-1|Peysufatadaginn} klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra.