{http://visir.is/borgin-storhuga-i-stigagerd/article/2012120928836}∞{url} Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað átaki í að bæta aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Markmiðið er að Reykjavík verði framúrskarandi hjólaborg. Í ár hefur víða verið unnið að stígagerð í borginni en verkin eru mislangt á veg komin. Sem dæmi um framkvæmdir sem eru í burðarliðnum er nýr hjólastígur frá Hlemmi, meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut inn að Elliðaárósum. Stígurinn er óðum að taka á sig mynd og í vikunni var hluti hans malbikaður eins og sést á myndinni hér að ofan. Nokkuð er þó í að stígurinn verði tilbúinn enda á eftir að byggja tvær brýr ásamt tengileið yfir ósa {Elliðaráa}${typo,stem,1-0|Elliðaáa} við Geirsnefið. Einnig má nefna nýja stíga meðfram Vesturlandsvegi milli sveitarfélaganna Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þegar þeir verða tilbúnir verður komin samfelld tenging frá Mosfellsbæ niður í miðborgina. Í sumar voru hjólastígar í Fossvogi einnig breikkaðir og skilið milli hjólaumferðar og gangandi vegfarenda. Nú er einnig til skoðunar að gera nýja hjólaleið eða bæta eldri leið yfir Elliðaárnar enda hefur hjólaumferð þar farið ört vaxandi. Hugmyndirnar verða teknar til skoðunar í vetur. Loks stendur yfir samkeppni um hönnun hjólastanda og hjólastíga. Skilafrestur er þegar runninn út en tilkynnt verður um úrslit í keppninni þann 3. október. Öllum má því vera ljóst að Reykjavíkurborg er umhugað um samgönguvenjur íbúa sinna og reynir sitt besta til að gera fólki kleift að hjóla milli staða í {borginn}${typo,suff,0-1|borginni}.