{http://www.visir.is/miklar-lagabreytingar-a-stuttum-tima/article/2011110619719}∞{url} Ísland er orðið hluti af mengunarkvótakerfi Evrópusambandsins, hægt er að beita austurrísku leiðinni á ofbeldismenn og þingsköp Alþingis eru gjörbreytt en 25 frumvörp hafa orðið að lögum á Íslandi síðan á fimmtudaginn.  Rétt eins og vaninn er breytist óvenju margt í íslenskum lögum áður en þingfundum er frestað að sumri: Með samþykkt laga um losun gróðurhúsalofftegunda á föstudag verður Ísland orðið þátttakandi í sameiginlegu viðskiptakerfi Evrópusambandsins um mengunarkvóta frá og með næsta ári. Lagaumgjörðinni gagnvart kynbundnu ofbeldi var breytt, en til dæmis var austurríska leiðin leidd í lög. Hún felur í sér að hægt sé að fjarlægja geranda í heimilisofbeldismálum af heimili, og því þurfi fórnarlambið ekki {að}¥{x| } lengur að yfirgefa heimili sitt. Þá var hámarksrefsing við mansali aukin úr átta ára fangelsi í tólf. Ný lög voru sett um verslun með áfengi og tóbak, frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem oft er nefnt "bandormur {Fjármálaráðherra}¢{cap,stem,F-f|fjármálaráðherra}", fór að stórum hluta í gegn, auk þess sem ný þingsköp voru samþykkt í gær sem er ætlað að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu og auka vægi stjórnarandstöðunnar. Þá voru {ennig}${typo,stem,0-1|einnig} samþykkt lög sem ætlað er að tryggja fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna. Stjórnarþingmenn segja að stefnt sé að því að klára mörg af stóru stjórnarfrumvörpunum á yfirstandandi þingi í september, þar á meðal lögfestingu gjaldeyrishaftanna og breytingar á Stjórnarráðinu. Stærra kvótafrumvarp {Sjávarútvegsráðherra}¢{cap,stem,S-s|sjávarútvegsráðherra} og kvótafrumvarp {hreyfingarinnar}¢{cap,stem,h-H|Hreyfingarinnar} verða hins vegar lögð fram á nýju þingi í október, en það sama gildir um hluta bandormsins sem ekki fór í gegn að þessu sinni, þar á meðal frumvarp um skattlagningu lífeyrissjóðanna.