{http://visir.is/lata-reyna-a-verdtrygginguna-fyrir-domstolum/article/2012120928881}∞{url} Verkalýðsfélags Akraness ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort að verðtryggingin stenst lög. Formaður félagsins segir það eitt brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að tekið verði á verðtryggingunni. Stjórn og trúnaðarráð félagsins ákváðu þetta á fundi sínum í gærkvöldi. Félagið hafið áður látið gera lögfræðilegt álit á því hvort að verðtryggingin {standis}${typo,suff,0-1|standist} íslensk lög og var niðurstaða sú að verulegur vafi léki á því. Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Við erum að átta okkur á því að íslensk stjórnvöld þau ætla sér ekkert að gera hvað varðar þennan stökkbreytta höfuðstól verðtryggðra lána. Það á ekkert að gera neitt í þessu, það á ekkert að leiðrétta þessi lán og á þeirri forsendu þá viljum við líka láta kanna það hvort að þetta standist lög eða ekki. Því það er ekki hægt að horfa upp á það að þessi lán sem eru búin að hækka frá 1. janúar 2008, verðtryggð húsnæðislán, um 400 milljarða króna, þetta er bara svo mikið óréttlæti og annað slíkt að á þessu verður að taka," segir Vilhjálmur.  Félagið kostar málareksturinn. Vilhjálmur segir að verið sé að finna mál sem {verið}£{verði} látið reyna á fyrir dómstólum og telur hann að stefna liggi fyrir innan nokkurra vikna. Þá segir hann að óskað verði eftir flýtimeðferð fyrir dómstólum.  „Þetta er eitt brýnasta hagsmunamál íslenskrar alþýðu það er verðtryggingin og að á henni verði tekið og þetta óréttlæti verði stöðvað í eitt skipti fyrir öll," segir Vilhjálmur Birgisson.