{http://visir.is/oumflyjanlegt-ad-loka-skolum-bretanna-i-afganistan/article/2012120928895}∞{url} Veigamikill þáttur í starfi breskra hermanna í Afganistan hefur verið að byggja skóla og heilsugæslustöðvar víðsvegar í landinu. Fleiri hundruð milljónum hefur verið eytt í það uppbyggingastarf síðustu sex árin en nú lítur út fyrir að {Afganistar}${infl|Afganar} neyðist til að loka hluta af skólunum. Samkvæmt heimildum breska blaðsins {The Guardian}∞{eng} hafa stjórnvöld í Afganistan ekki efni á að halda umræddum skólum og heilsugæslustöðvum opnum. Stofnanirnar virðast hafa verið byggðar án nokkurs samráðs við stjórnvöld í Afganistan og lítið hugsað um hvernig þeim yrði haldið við. Samkvæmt skýrslu nokkurri sem gerð var um stöðu mála í {Helmand}∞{afg}, stærsta héraði Afganistan, byggðu Bretarnir of mikið í því skyni að öðlast vinsældir íbúa landsins. ,,Við vildum sýna þeim að okkur væri ekki sama um þá,'' segir yfirmaður hjá breska hernum í samtali við {The Guardian}∞{eng}. Síðustu ár hafa Bretar lagt 270 kílómetra af nýjum vegum í {Helmand}∞{afg} og gert við 105 kílómetra. Héraðið státar nú af 55 heilsugæslustöðvum, sem er um helmingi meira en árið 2009. 86 skólar voru gerðir upp og opnaðir og 26 í viðbót reistir frá grunni síðustu þrjú ár. Nú blasir við að stjórnvöld geta ekki staðið undir þessari þjónustu þegar Bretar yfirgefa landið, en ekki liggur fyrir hve mörgum stofnunum verður lokað.