{http://visir.is/byst-ekki-vid-ad-haetta-rekstri/article/2012309289971}∞{url} „Það er alveg ljóst að engin lög voru brotin og það kemur fram í ályktun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Sigurður Arnfjörð Helgason rekstraraðili Hótel Núps í Dýrafirði. {BB.is}∞{url} greindi frá því fyrr í dag að Samkeppniseftirlitið teldi samning Sigurðar við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem gerður var í nóvember árið 2007, um leigu á húsnæði Héraðsskólans á Núpi, hafa haft skaðleg áhrif á samkeppni. Í kjölfarið hefur Samkeppniseftirlitið ráðlagt ráðuneytinu að segja upp samningnum. Sigurður telur þó að frestur ráðuneytisins til að segja upp samningnum renni út í dag, og því bendi allt til þess að Hótel Núpur verði með áframhaldandi starfsemi næsta sumar.  „Okkar mat var þannig að þetta hefði getað fallið á báða vegu,“ segir Sigurður, en ályktunin kemur honum ekki í opna skjöldu. Hann segir vel koma til greina að hann og bróðir sinn, Guðmundur Helgason, muni bjóða aftur í reksturinn verði hann settur í útboð. Það muni þó ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins næsta sumar, þar sem frestur ráðuneytisins til að segja upp samningnum renni út í dag.  „Í okkar samningi segir að báðir aðilar geti sagt upp samningnum í september ár hvert. Í dag er síðasti vinnudagur septembermánaðar og ráðuneytið hefur ekki sagt upp samningnum enn. Það getur {hinsvegar}${cmp,dem+adv,1-2|hins vegar} vel verið að þeir setji þetta í útboð síðar á árinu en það breytir því ekki að við verðum með starfsemi þarna næsta sumar,“ segir Sigurður og bætir því við að þeir bræður hafi verið viðbúnir þessari niðurstöðu. Þeir reka nú einnig {veitastaðinn}${typo,stem,0-3|veitingastaðinn} og kaffihúsið Edinborg {Bistro}∞{ita} á Ísafirði og eru bjartsýnir á framhaldið. „Það er gott að vera ekki með öll eggin í sömu körfu. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“