{http://visir.is/besta-vedrid-a-nordur--og-austurlandi/article/2012120809819}∞{url} Nú er útlit fyrir að besta veðrið um {Verslunarmannahelgina}¢{cap,stem,V-v|verslunarmannahelgina} verði á Norður- og Norðausturlandi. Á spákortum Veðurstofunnar er ágætis veðurfar á landinu öllu og vill veðurfræðingur lítið gera upp á milli landshluta. Þó virðist Norðurland og Austurland standa {uppúr}${cmp,adv+pp,1-2|upp úr} þar sem {að}¥{x| } útlit er fyrir rigningu eða súld annars staðar á landinu á sunnudaginn en á Norðausturlandi hangir hann þurr. Á morgun er róleg vestanátt í kortunum á landinu öllu, skýjað á vesturhluta landsins en bjart á Norður- og Austurlandi. Á laugardaginn verður róleg breytileg átt og léttskýjað á landinu öllu, en laugardagurinn verður líklega besti dagur helgarinnar veðurfarslega séð. Á sunnudaginn verður svo áfram léttskýjað á Norður- og Austurlandi en það þykknar upp á {Sunnanverðu}¢{cap,stem,S-s|sunnanverðu} landinu og Vesturlandi og útlit fyrir rigningu þar. Á mánudaginn verður líklega súld eða rigning með köflum á vesturhelmingi landsins en þurrt á Norður- og Austurlandi. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur Veðurstofunnar, segir að á heildina litið verði best að vera á Norðurlandi eða Austurlandi yfir helgina. Hún segir þó að veðrið verði mjög gott víða bæði á laugardag og sunnudag. „Það verður bara best að vera þar sem þú {villt}¢{typo,stem,2-1|vilt} vera með góðu fólki," segir hún og ráðleggur fólki helst að hafa sólarvörnina með sér í ferðalagið. „Svo væri ekkert vitlaust fyrir þá sem ætla að vera á Suðurlandi að hafa með sér einhver regnföt."