{http://visir.is/brekkospretturinn-hlaupinn-a-akranesi/article/2012309289984}∞{url} Nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi hlupu {Brekkósprettinn}∞{sla} svokallaðan sl. miðvikudag, en hann er skólahlaup Brekkubæjarskóla. Hlaupið hófst með upphitun fyrir framan íþróttahúsið og svo var hlaupnir tveir og hálfur kílómetrar. Nemendur gátu hlaupið eins marga hringi og þeir vildu og gátu á einni klukkustund. Fyrir hvern hring fengu nemendur punkta á handarbakið og sá bekkur sem safnaði flestum punktum vann Brekkósprettinn þetta árið. Að þessu sinni var það 8. EÓE sem vann en samanlagt hlupu krakkarnir í þeim bekk 182,5 kílómetra eða 8,3 km. að meðaltali. Nú í ár var foreldrum boðið að taka þátt í hlaupinu með börnum sínum og sást vel að þó nokkrir foreldrar þáðu boðið. „Við vorum ánægð með að sjá viðbrögðin og vonumst til að fá {ennþá}${cmp,adv+adv,1-2|enn þá} fleiri með okkur á næsta ári. Okkur finnst stemningin vera að aukast bæði meðal nemenda og starfsfólks og það er mjög ánægjulegt. Margir nemendur hlaupa tíu kílómetra og meira á undir klukkutíma. Það að starfsmenn og foreldrar hlaupi með er góð fyrirmynd og hvatning fyrir nemendur,“ segir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri og bætir við: „Fyrir skólastarfið finnst mér þetta hlaup skipta miklu máli. Allir fara út og hreyfa sig saman, hver á sínum forsendum. Hlaupið brúar bilið milli árganga og er skemmtileg stund sem allir í skólasamfélaginu geta átt saman. Hreyfing úti í fersku lofti hressir, bætir og kætir. Þennan morgun var aðalkeppikeflið hjá sumum nemendum að láta ekki 46 ára gamlan skólastjóra vera á undan í markið, gaman að því,“ segir Arnbjörg.