{http://visir.is/erfitt-ad-vera-billaus-a-flateyri/article/2012309289982}∞{url} „Þetta er það ástand sem við höfum búið við í mörg ár og það hefur ekkert breyst. Það setur svolitla pressu á sveitarfélagið að standa vel að almenningssamgöngum,“ segir Guðmundur Björgvinsson formaður íbúasamtakanna á Flateyri. Guðmundur segir erfitt fyrir Önfirðinga og íbúa á Flateyri að vera án bíls, þar sem opinber þjónusta á Flateyri sé sama og ekki nein. „Innheimtustofnun sveitarfélaga er eina {opinera}${typo,stem,0-1|opinbera} stofnunin hér í bæ.“  „Við söknum þess að Landsbankinn hafi hætt bankaþjónustu, og svo er Pósturinn bara opinn í tvo tíma á dag. Sundlaugin er ekki opin alla daga og N1, gamla Bakkabúð, hefur minnkað opnunartíma sinn. Þetta þýðir að við þurfum að sækja nær alla þjónustu yfir á Ísafjörð,“ segir Guðmundur, sem segir íbúa á Flateyri treysta mikið á almenningssamgöngur til Ísafjarðar vegna þessa.  Rúta fer frá Flateyri yfir til Ísafjarðar og til baka þrisvar sinnum yfir daginn. Farið er klukkan 07.25, 13.00 og 16.40.