{http://visir.is/boda-vitundarvakningu-a-kynferdislegu-ofbeldi/article/2012309289988}∞{url} Ráðstefna fyrir grunnskólakennara, tengiliði og annað starfsfólk Grunnskóla Ísafjarðarbæjar, um forvarnir í kynferðisbrotamálum, fer fram í október. Ráðstefnan er liður í verkefni velferðarráðuneytisins sem snýr að grunnskólum og {vitunarvakningu}${typo,der,0-1|vitundarvakningu} á kynferðislegu ofbeldi. Sá hluti vitundarvakningarinnar er snýr að grunnskólum er þríþættur. Í fyrsta lagi samningur við Brúðuleikhúsið Blátt áfram um sýningar á verkinu „krakkar í hverfinu“ fyrir nemendur í 2. bekk. Annar liður verkefnisins snýr að nemendum 10. bekkjar en áætlað er að {styttmynd}${typo,stem,y-u|stuttmynd} verði dreift í skóla landsins í haust.  Þriðji liðurinn sem nú fer brátt í framkvæmd er fræðsla, sem beint verður að tengiliðum, kennurum og öðru starfsfólki grunnskólanna. Fræðslan fer {m.a}${punct,1-2|m.a.} fram í gegnum eins dags ráðstefnu sem haldin verður víða um land, næst á Ísafirði. Ráðgert er að ráðstefnan verði hér vestra þriðjudaginn 9. október og að sögn skólastjórnenda Grunnskólans á Ísafirði er starfsfólk skólans áhugasamt um málaflokkinn. Á vef velferðaráðuneytisins eru verkefninu gefin góð skil en þar segir m.a.:  „Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum. Alþingi veitir fjármagn í þessa vitundarvakningu sem beinist að börnum, fólki sem starfar með börnum og réttarvörslukerfinu.  Vitundarvakningin hefur beina tengingu við þrjá grunnþætti nýrrar aðalnámskrár, þ.e. heilbrigði og velferð; jafnrétti; og lýðræði og mannréttindi. Markmiðið er að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að allir skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Tengiliðir við vitundarvakninguna hafa verið fengnir úr röðum kennara og stjórnenda grunnskóla landsins.  Árið 2013 verður haldið áfram með fræðslu fyrir skólana og fyrirhuguð er fræðsla fyrir dómstóla, lögreglu og ákæruvald þar sem farið verður yfir meginatriði samningsins og reglna um barnvinsamlegt réttarkerfi. Sáttmáli Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu gegn börnum verður þýddur og vefútgáfa gerð aðgengileg.“