{http://visir.is/visindaportid-faer-goda-gesti/article/2012309289994}∞{url} Í samstarfi við prófessorsstöðu {tengdri}£{tengda} nafni Jóns Sigurðssonar munu fræðimenn frá Háskóla Íslands koma reglulega í Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða í vetur. Sá fyrsti sem lætur að sér kveða er Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, en hann mun í dag fjalla um stöðu og horfur í íslenskum stjórnmálum á kosningavetri í ljósi rannsókna á íslenskum kjósendum síðustu 30 ár.  Á vef Háskólasetursins greinir frá því að Ólafur hafi frá árinu 1983 staðið fyrir íslensku kosningarannsókninni, en það er viðamikil rannsókn þar sem lagðar eru fyrir spurningar um kosninga- og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda. Meðal rannsóknarefna eru til dæmis kosningahegðun, afstaða kjósenda til stjórnmálaflokka, afstaða til lýðræðis, hvað kjósendur telja vera mikilvægustu verkefnin á vettvangi stjórnmála, þátttöku þeirra í {prókjörum}${typo,stem,0-1|prófkjörum} og margvísleg önnur málefni á vettvangi stjórnmála.  Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands 1977, MSc-prófi í stjórnmálafræði frá {London School of {Econonimcs}§{Economics} and Political Science}∞{eng} 1979 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1994.  Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður á íslensku.