{http://visir.is/kynningarfundur-um-landsskipulagsstefnu/article/2012309289995}∞{url} Tillaga að landsskipulagsstefnu fyrir {árins}${typo,suff,1-0|árin} 2013 til 2014 ásamt umhverfisskýrslu hefur verið auglýst af Skipulagsstofnun. Fjórðungssamband Vestfirðinga stefnir að því að halda kynningarfund um skipulagsstefnuna í október og hefur því óskað eftir umsögn um bæði tillöguna og skýrsluna. Landsskipulagsstefnan tekur meðal annars til strandsvæðisskipulagsvinnu, en Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur unnið að verkefninu „Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða“ í samstarfi við Teiknistofuna Eik og Háskólasetur Vestfjarða sem hefur áhrif á landsskipulagsstefnuna.  Tillagan verður lögð fyrir Alþingi til þingsályktunar en hún varðar skipulagsmál á miðhálendi Íslands, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum.