{http://visir.is/tina-sig-til-parisar/article/2012309289997}∞{url} „Ætli þetta sé ekki sambland {að}€{af} hugsjónum og ævintýraþrá,“ segir Margrét Lilja Vilmundardóttir, umsjónarmaður Félagsmiðstöðvarinnar í Súðavík, en mikill kraftur hefur verið í krökkunum þar undanfarin misseri. „Unglingadeildin, sem Pétur, maðurinn hennar Millu, eins og hún er kölluð, {í}¥{sér um, í} samvinnu við félagsmiðstöðina, sem hún sjálf er með, er með stór áform um að fara í vorferð til Parísar. Til þess að sá draumur geti ræst hafa krakkarnir verið {ötul}£{ötulir} í fjáröflunarstarfi, og {týndu}¢{vow,stem,y-i|tíndu} {m.a}${punct,1-2|m.a.} rúm 500 kíló af bláberjum sem flutt voru frá Súðavík til framleiðslu á snyrtivörum. Að sögn Millu breyttust börnin í {berjatýnsluvélar}${vow,stem,y-i|berjatínsluvélar} í haust, þar sem þau eru einungis tíu sem sáu um tínsluna.  Næst er á dagskrá átak í umhverfismálum. „Við vorum að hugsa um leiðir til að safna áheitum og langaði að gera eitthvað annað en að læra eða hjóla út í buskann, eitthvað sem samfélagið okkar myndi hagnast á með beinum hætti,“ segir Milla, en á næstu vikum fara ungmennin í ruslamaraþon, þar sem þau ætla að ganga fjörurnar í Álftafirði og gera allsherjar hreingerningu á svæðinu. Einstaklingum og fyrirtækjum er svo boðið að heita á þau í maraþoninu og styrkja þar með ferðasjóðinn.  Ekki er allt upptalið enn, því þessir flottu krakkar eru þessa dagana í hljóðveri og eru að ljúka upptökum á geisladiski sem fer einnig í sölu til fjáröflunar. Milla segir þau fá góða aðstoð frá fólki í bænum við gerð geislaplötunnar. „Hann Eggert Nielson gefur okkur vinnuna og er að taka upp með krökkunum. Bæði eru lög með {hljósmveitinni}${meta,stem,sm-ms|hljómsveitinni} okkar, {The cutaways}∞{eng}, sem vann Samvest í fyrra sem og fleiri lög, {t.d}${punct,1-2|t.d.} úr leikritinu sem við settum upp í vor.“ Þess má geta að eitt laganna var sérstaklega sett saman úr frumsömdum texta eftir móður Millu við franskt lag, en það ber nafnið „Vor við Álftafjörð.“