{http://visir.is/vildi-ekki-vinna-i-alveri---bjo-i-stadinn-til-barnamat/article/2012120928939}∞{url} „Ég ætlaði ekki að vinna í álveri og ekki í banka, þannig það var {marg}${typo,suff,0-1|margt} sem ég útilokaði," sagði Þórdís Jóhannsdóttir, sem hóf framleiðslu á íslenskum barnamat í kjölfarið á {Meistararitgerð}¢{cap,stem,M-m|meistararitgerð} sinni auk þess sem hún vinnur á ljósmyndastofu og hannar fylgihluti fyrir konur. Þórdís segir í viðtali við Ísland í dag að hún hafi lengi maukað íslenskt grænmeti fyrir börnin sín en það var ekki fyrr en hún ákvað einn daginn, þegar hún var að gera meistararitgerðina sína í verkfræði, að hún ætlaði að taka sér hlé frá námi og athuga hvort hugmyndin myndi virka.  „Þá grunaði mig reyndar að ég gæti nýtt þetta sem meistaraverkefni, sem varð svo raunin," segir þessi ötula kona sem gæti unnið allan sólarhringinn ef hún stoppaði sig sjálfa ekki af. Hægt er að horfa á viðtalið við Þórdísi hér fyrir ofan.