{http://visir.is/-thad-munu-ekki-margir-feta-i-fotspor-johonnu-/article/2012120928980}∞{url} Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi staðið sig gríðarlega vel bæði sem forsætisráðherra og þingmaður alla tíð. Jóhanna tilkynnti í dag að hún {hyggðist}${infl|hygðist} hætta í pólitík eftir líðandi kjörtímabil. „Ég hef nokkuð blendnar tilfinningar gagnvart því," segir Katrín um ákvörðun Jóhönnu. „Það verður mikill sjónarsviptir {af}€{að} henni og hennar pólitík. Það verða ekki margir sem ná að feta í fótspor hennar." Katrín hefur ekki ákveðið hvort hún muni bjóða sig fram til forystu í Samfylkingunni eftir að Jóhanna yfirgefur sviðið. „Þetta var nú bara að gerast og ég segi nú bara eitt í einu," segir hún í samtali við Vísi. „En nú fer fólk bara að líta í kringum sig," segir hún og telur eðlilegt að fólkið í grasrót flokksins fari að ráða ráðum sínum og velta fyrir sér hvern það vill sjá sem eftirmann Jóhönnu.