{http://visir.is/forseti-althingis-thrystir-a-rikisendurskodun/article/2012120928991}∞{url} Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, krefst þess að Ríkisendurskoðun ljúki við skýrslu í lok október næstkomandi sem stofnuninni var falið að gera í apríl 2004. Umrædd skýrsla snýst um kaup ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu {Oracle}∞{eng} á árinu 2001, innleiðingu kerfisins og rekstur þess síðan þá. Umrædd skýrsla hefur verið töluvert til umfjöllunar í vikunni eftir {Kastjlóssþátt}${meta,stem,jl-lj|Kastljóssþátt} á mánudaginn þar sem fram kom að kostnaður vegna kerfisins hefði verið miklu meiri en talið var.  „Ég tel að dráttur á gerð skýrslunnar sé mjög aðfinnsluverður. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Lagaheimild til þess að óska skýrslna Ríkisendurskoðunar er einn mikilvægasti þátturinn í eftirlitshlutverki Alþingis. Með bréfi þessu fer ég fram á það við Ríkisendurskoðun að hún ljúki skýrslugerðinni hið allra fyrsta og eigi síðar en fyrir lok októbermánaðar. Skýrslan verði þá þegar send Alþingi eins og lög kveða á um," segir Ásta Ragnheiður í bréfinu til Ríkisendurskoðunar.  Í lok bréfsins segist Ásta binda vonir við að málið muni fá eðlilega meðferð og niðurstöðu af hálfu Alþingis. Forsenda þess {er}£{sé} þó sú að fullbúin skýrsla Ríkisendurskoðunar komi fram hið fyrsta.