{http://visir.is/faest-sveitarfelog-hafa-utbuid-vidbragdsaaetlun-vid-grodureldum/article/2012120929022}∞{url} Fæst sveitarfélög hafa sett sér viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra gróðurelda þrátt fyrir tilmæli Mannvirkjastofnunar í þá átt. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að fullt tilefni sé til að útbúa viðbragðsáætlanir af þessum toga enda aukist hætta á gróðureldum stöðugt í takt við hlýnandi veðurfar og breytingar í landbúnaði. Eftir gróðureldana á Mýrum árið 2006 var ráðist í umfangsmikið forvarnarstarf hjá Mannvirkjastofnun. „Þetta var svona stóra {Wakeup callið}€{foreign,eng}," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, en eldarnir brunnu á yfir 70 ferkílómetra svæði og ollu miklu tjóni. Eftir eldana var gripið til ferþættra aðgerða. Viðbragðsáætlanir Þar má fyrst telja að Mannvirkjastofnun samdi {fyrirtakst}${typo,suff,1-0|fyrirtaks} viðbragðsáætlun fyrir Skorradal vegna mögulegra gróðurelda þar. Viðbragðsáætlunin var svo send sem fyrirmynd til allra sveitarfélaga landsins sem áttu í kjölfarið að semja svipaða áætlun fyrir sitt svæði. „Það verður að segjast eins og er að fæst sveitarfélögin hafa gert það," segir Björn og telur það í sjálfu sér skiljanlegt enda sé mikið mál að semja viðbragðsáætlun af þessum toga. Hann bendir hins vegar á að með hlýnandi veðráttu og breyttum búnaðarháttum aukist hættan á gróðureldum og því sé fullt tilefni til að setja slíkar viðbragðsáætlanir fyrir gróðursæl sveitarfélög, sérstaklega þar sem sumarhúsabyggð er. Ef slík viðbragðsáætlun hefði verið til staðar í Súðavík er ekki útilokað að hægt hefði verið að afstýra hluta tjónsins sem varð af gróðureldunum sem loguðu þar í sumar. Tjónið nemur um 20 milljónum króna og lendir að miklu leyti á Súðavík. Sérhönnuð fata og fræðslurit Hin atriðin sem tekin voru í gegn eftir gróðureldana á Mýrum voru í fyrsta lagi að skrifa umfangsmikið fræðslurit um gróðurelda og viðbrögð við þeim. Ritið var um hundrað síður og því var dreift til allra slökkviliða landsins. Í öðru lagi var keypt sérhönnuð fata til að slökkva gróðurelda fyrir þyrlur {Landhelgisgæslunanr}${meta,suff,an-na|Landhelgisgæslunnar}. Í þriðja lagi er sem stendur verið að hanna kerfi í samvinnu við Veðurstofuna og Háskóla Íslands sem á að styðjast við {veður athuganir}¥{veðurathuganir} og loftslagsskilyrði og segja þannig fyrir um hvar hætta er á að gróðureldar kvikni. Kerfið er enn í þróun.