{http://visir.is/sjalfstaedur-gjaldmidill-skapar-ostodugleika/article/2011110619232}∞{url} Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að sjálfstæður gjaldmiðill skapi meiri óstöðugleika en stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Því hefur oft verið haldið á lofti að sjálfstæð mynt færi smáríkjum sveigjanleika, sem hjálpi þeim að aðlagast þegar efnahagslífið verður fyrir áföllum. Þessa fullyrðingu rannsakaði Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, ásamt tveimur erlendum hagfræðiprófessorum, en niðurstöðurnar um sjálfstæðu gjaldmiðlana gætu komið á óvart. „Þetta eru góð hagfræðileg rök," segir Þórarinn um þá staðhæfingu að sjálfstæður gjaldmiðill geti virkað sveiflujafnandi. „Það sem við erum einfaldlega að segja er að það er enginn stuðningur í gögnunum fyrir þeim. Þetta virðist ekki standast, og það eru einhverjar ástæður fyrir því að þetta skilar sér ekki. Þó að fræðilega séð eigi sjálfstæðir gjaldmiðlar að sinna þessu hlutverki, þá virðast þeir ekki gera það í þessum litlu löndum. Þeir skapa meiri óstöðugleika en þeir draga úr." Þeir komust þannig að því að ríki sem {haldi}£{x|halda} úti sjálfstæðri peningastefnu og fljótandi mynt, eins og Ísland, taki út minni stöðugleika í gengissveiflum og verðbólgu, án þess að uppskera meiri stöðugleika í {ö'ðrum}${typo,stem,1-0|öðrum} hagstærðum. Ríki sem {ákveði}£{x|ákveða} að fylgja strangri fastgengisstefnu fái þannig það sem hagfræðingar kalla stundum ókeypis hádegisverð, því þau losna við gengissveiflurnar, án þess að fórna efnahagslegum stöðugleika að öðru leyti. „Hádegisverðurinn felst í því að menn geta eytt gengissveiflunum án þess að það kosti þá neitt," segir Þórarinn. Hann segir að ef marka megi niðurstöðurnar, þá séu efnahagsleg rök fyrir sjálfstæðri mynt í smáríki vandfundin og Ísland ætti að taka upp stranga fastgengisstefnu. Þar á hann við inngöngu í myntbandalag, eða myntráð þar sem erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð, en ekki „mjúka" fastgengisstefnu þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli. En eru þessar niðurstöður nokkuð annað en dauðadómur yfir sjálfstæðri peningastefnu í löndum eins og Íslandi? „Ef þú trúir þessum niðurstöðum, þá er erfitt fyrir þig að færa rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Þá virðist þessi kostnaður sem menn hafa nefnt við að missa gjaldmiðilinn ofmetinn." Hægt er að horfa á ítarlegt viðtal við {Þórarinn}£{x|Þórarin} um niðurstöður rannsóknarritgerðar hans í meðfylgjandi myndskeiði.