{http://visir.is/islenskt-forrit-upplysir-ahorfendur-um-allt-i-kvikmyndinni/article/2012120829947}∞{url} Íslenskt forrit fyrir snjallsíma og tölvur sem fylgist með kvikmyndum um leið og maður horfir á þær og veitir upplýsingar um allt sem kemur þar fyrir er nú í þróun. Fyrirtækið {Stream Tags}∞{eng} sem hannar forritið tók þátt í nýsköpunarverkefninu Startup Reykjavík í sumar og kynnti afraksturinn fyrir fjárfestum á síðasta föstudag. Nú standa yfir viðræður við fjárfesta og aðra sem vilja koma að verkefninu en stefnan er sett á Bandaríkin. Óskar Örn Arnarson, forstjóri og stofnandi fyrirtækisins, segir að verkefnið {Startup}∞{eng} Reykjavík hafi verið afar gagnlegt, en með verkefninu fengu 10 fyrirtæki aðstöðu og fjármagn til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Arion banka og {frumkvöðlasetranna}£{x|frumkvöðlasetrin} {Innovit}∞{eng} og Klak. Fyrirtækin fengu tveggja milljóna króna fjárfestingu frá Arion banka í skiptum fyrir 6% hlutafé í fyrirtækjunum. Auk þess gátu fyrirtækin nýtt sér dýrmætt tengslanet {Innovit}∞{eng} og {Klak}£{x|Klaks} og fengu aðstoð frá þekktum aðilum í viðskiptalífinu. „Það besta við þetta var auðvitað tengslanetið og aðstoðin. Peningarnir voru bara {auka bónus}¥{x|aukabónus}," segir Óskar en fyrirtækið var sérstaklega stofnað til að komast inn í {Startup}∞{eng} Reykjavík. Hugmyndin er aftur á móti nokkuð eldri. Forritið er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og tengir sig við gagnagrunn á netinu. Þegar einstaklingur horfir á kvikmynd hlustar forritið á hljóðið í myndinni, fylgist með hvað er að gerast og veitir upplýsingar um allt sem hugsast getur í myndinni, t.d. hvaða leikari er á skjánum, hvaða lag er að spilast, hvaða bílategund keyrir {framhjá}${cmp,adv+pp,1-2|fram hjá}, hvar atriðið er tekið eða hvers kyns fötum söguhetjan klæðist. Þannig getur áhorfandinn verið margfalt upplýstari en áður þegar hann horfir á kvikmynd. Hugmyndin vakti töluverða athygli þegar fyrirtækin sem tóku þátt í {Startup}∞{eng} Reykjavík sýndu afrakstur sinn á föstudaginn var. Í kjölfarið eru margs konar {samningarviðræður}${infl|samningaviðræður} hafnar en Óskar getur lítið gefið upp um þær á þessum tímapunkti. Hugmyndin verður kynnt erlendis fljótlega og um leið og forritið verður tilbúið verður stefnan sett á Bandaríkin. Óskar segir að vissulega þurfi töluvert stóran gagnagrunn svo forritið gangi upp. „Þetta er samt ekki jafnmikið vandamál og fólk heldur. Það er til svo mikið af gagnagrunnum á netinu, t.d. byssur í bíómyndum eða bílar í bíómyndum. Forritið mun bara keyra þessa gagnagrunna saman," segir hann.